Persónuverndarstefna

Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram hvaða persónuupplýsingum þínum við söfnum, vinnum með og nýtum. Þá er í stefnunni að finna upplýsingar um réttindi þín og geymslutíma. Þess vegna biðjum við þig vinsamlega að lesa eftirfarandi yfirlýsingar vandlega.

1 Ábyrgðaraðili

WIND Mobility lceland ehf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík (hér eftir: „við“ eða „WIND“) er rekstraraðili bæði vefsíðunnar www.wind.co (hér eftir „Vefsíðan“) og smáforritsins „WIND - Smart Mobility“ (hér eftir „Smáforritið“) og er þar af leiðandi ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga notenda (hér eftir: „Þú“, „Þinn“, „Notandi“ eða „Notendur“) Vefsíðunnar og Smáforritsins,í skilningi almennu persónuverndarreglugerðarinnar („GDPR“).

2 Samskiptaupplýsingar

(1) Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnslu persónuupplýsinga þinna þá skaltu ekki hika við að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar á dpo@wind.co eða við notendaþjónustu okkar í síma + 46 20797819.

(2) Þú getur einnig haft samband við þýska skrifstofu WIND sem er með heimilisfangið Leipziger Straße 26, 10117 Berlín, Þýskalandi, netfang: info@wind.co.

3 Almennar tilvísanir og persónuupplýsingar

(1) Við verndum einkalíf þitt og persónuupplýsingar þínar. Við söfnum, vinnum og notum persónuupplýsingar þínar í samræmi við ákvæði þessarar persónuverndarstefnu, GDPR og gildandi réttarreglna um persónuvernd og einungis að því marki sem slíkt er nauðsynlegt til að bjóða upp á starfhæfa Vefsíðu og Smáforrit, auk efnis og þjónustu okkar.

(2) Í persónuverndarstefnu þessari tekur hugtakið Persónuupplýsingar til allra upplýsinga um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Hugtakið tekur, til dæmis, til upplýsinga sem sem krafist er fyrir skráningu í Smáforritið, svo sem nafn þitt eða símanúmer.

(3) Persónuupplýsingar taka einnig til upplýsinga um notkun þína á Vefsíðu okkar og Smáforritinu. Til dæmis falla þar undir upplýsingar um staðsetningu þína þegar þú nálgast gögn frá Vefsíðu okkar eða Smáforriti og umfang gagnaflutnings. Venjulega er unnið með þessar upplýsingar með atburðarskrám og vefkökum. Nánari upplýsingar um atburðaskrár netþjóns og vefkökur er að finna í 12.- 15. grein.

4 Tilgangur

(1) Persónuupplýsingar þínar verða unnar til að leyfa aðgang að þjónustunni sem WIND veitir og til að hafa aðgang að upplýsingum sem hýstar eru á Vefsíðu okkar og í Smáforritinu og veita þær upplýsingar og þjónustur sem þú biður um í Smáforritinu og á Vefsíðunni.

(2) Við vinnum einnig með persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að uppfylla lagaskyldur sem hvíla á okkur.

(3) Að auki munum við vinna með persónuupplýsingar þínar til að senda þér viðskiptaboð ef þú hefur gefið samþykki þitt fyrir slíkri vinnslu.

5 Uppruni og lagagrundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna

(1) Persónuupplýsingarnar sem við vinnum með hefur þú veitt okkur.

(2) Sumar persónuupplýsingar má aðeins vinna með á grundvelli samþykks þíns skv. a-lið 1. mgr. 6. gr. GDPR. Þér er frjálst að afturkalla þetta samþykki hvenær sem er,til framtíðar. „Til framtíðar“ þýðir hér að afturköllun þín hefur engin áhrif á úrvinnslu gagna sem við höfum gert milli veitingu samþykkis þíns og afturköllunar þinnar. Þú þarft ekki að réttlæta afturköllun þína. Óformleg skilaboð í tölvupósti á netfangið dpo@wind.co nægja.

(3) Við vinnum með persónuupplýsingar sem við þurfum til að uppfylla eða gera samning við þig eða framkvæma fyrirfram samningsbundnar ráðstafanir á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR, til dæmis um að leigja eða nota rafskútu.

(4) Önnur vinnsla okkar á persónuupplýsingum fer fram á grundvelli f-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR til verndar lögmætum hagsmunum okkar, t.d. þá að geta veitt villulausa þjónustu í samræmi við væntingar notenda.

(5) Að auki getur verið nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á okkur (c-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR), til dæmis til að geta borið kennsl á alla notkun rafskúta okkar og til að bregðast við kröfum sem WIND verður ábyrgt fyrir sem eigandi slíkra farartækja; eða til að vernda brýna hagsmuni þína (c-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR).

6 Viðtakendur

Persónuupplýsingar þínar kunna að verða fluttar til opinberra aðila, þar með talið dómstóla, þegar þess er krafist í samræmi við gildandi löggjöf. Að auki geta fyrirtæki sem veita okkur þjónustu og WIND hefur samið við, til dæmis færsluhirðar, haft aðgang að persónulegum gögnum þínum. Að því marki sem WIND notar slíka verktaka er lýsing á þjónustu þeirra að finna hér að neðan. Ef annað er ekki tekið fram hér að neðan þá vinna utanaðkomandi fyrirtæki með persónuupplýsingar fyrir WIND sem vinnsluaðilar, þ.e. fara að fyrirmælum WIND í samræmi við það sem samið var um í vinnslusamningum við WIND. Að því marki sem slíkir verktakar eru staðsettir utan ESB og/eða EES tryggir WIND viðeigandi verndarráðstafanir fyrir slíkum flutningi persónuupplýsinga.

7 Geymslutími

Persónuupplýsingar þínar verða geymdar í þann tíma sem lýst er hér að neðan og er nauðsynlegt í þeim tilgangi sem fjallað er um í þessari stefnu, að meginstefnu að hámarki í 3 ár. Hins vegar getur það gerst að þar til bær löggjafi í Evrópu eða í viðkomandi ríki, eða aðrar kringumstæður (t.d.grunur um tjón á fólki eða vörum),krefjist lengri geymslutíma. Í þessum tilvikum er gögnum hvorki eytt né læst fyrr en sá varðveislutími sem þar af leiðir er liðinn. Eftir það tímabil verður persónuupplýsingunum hins vegar eytt með öruggum hætti.

8 Niðurhal/uppsetning Smáforritsins

(1) Þegar þú hleður niður/setur upp Smáforritið okkar þurfum við að nota viðmót til að fá aðgang að aðgerðum og innihaldi tækisins í þeim tilgangi að safna tilteknum gögnum, þ.m.t.:

- upplýsingar um staðsetningu þína,

- aðgang að myndavélinni þinni,

- upplýsingar um víðnets (WLAN) tengingu þína og 

- upplýsingar um blátannar (Bluetooth) tenginguna þína.

(2) Þar sem þessar persónuupplýsingar eru okkur nauðsynlegar til að við getum uppfyllt skyldur okkar samkvæmt samningi okkar við þig er lagagrundvöllur þessarar vinnslu b-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR.

(3) Við þurfum aðgang að ofangreindum viðmótum og upplýsingum til að geta veitt þér virkni og þjónustu Smáforrits okkar og þannig uppfylla skyldur okkar samkvæmt samningi okkar og til að gera pöntun rafskútu mögulega. Til dæmis er staðsetning þín nauðsynleg til að geta sýnt þér næstu rafskútu á þínu svæði og hvernig þú kemst til hennar. Að auki, ef þú leigir rafskútu, fylgjumst við með staðsetningu þinni þegar þú læsir og aflæsir rafskútunni. Aðgangur að myndavélinni þinni er nauðsynlegur til að skanna QR kóða til að læsa og aflæsa rafskútunni og til að þú getir tekið mynd í smáforritinu af rafskútunni þegar henni hefur verið lagt.

(4) Aðgangur er mögulegur frá því að Smáforritið er sett upp á tækinu þínu. Það fer eftir stillingum þínum hvort þessi aðgangur er varanlegur þann tíma sem Smáforritið er sett upp á tækinu eða eingöngu meðan á raunverulegri notkun Smáforritsins stendur hverju sinni. TIl þess að tryggja mestu mögulegu persónuvernd mælum við með að þú leyfir aðeins aðgang meðan á raunverulegri notkun Smáforritsins stendur. Þær upplýsingar sem eru sóttar hverju sinni eru venjulega aðeins geymdar á meðan á raunverulegri notkun Smáforritsins stendur en eytt eftir það. Við geymum vistaða staðsetningu þína,sem er sótt ef þú tilkynnir þjónustuatvik, í allt að eitt ár eftir að tilkynningin berst. Við geymum staðsetningargögnin sem við söfnum í tengslum við að læsa og aflæsa rafskútum okkar að hámarki í 3 ár. Gögnin eru þá gerð ópersónugreinanleg eða þeim er lokað og þeim eytt samkvæmt reglunum sem settar eru fram í 7. grein þessarar stefnu,um „geymslutíma“.

9 Skráning með símanúmerinu þínu

(1) Til að nota Smáforritið okkar þarftu að skrá þig. Þú getur skráð þig með því að slá símanúmerið þitt inn í þá skjámynd sem er gerð í þessu skyni.

(2) Vinnsla gagna þinna við skráningu fer fram á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR, þ.e. nauðsyn vegna gerðar og efndir samnings.

(3) Þessar upplýsingar eru unnar eingöngu til að geta veitt þér virkni í Smáforriti okkar. Án skráningar sem notanda eins og fram kemur í þessum kafla eða 10. grein er engin leið að leigja og nota rafskútu í gegnum Smáforritið.

Um leið og þú fjarlægir Smáforritið og lagaleg varðveislutímabil eru liðin verður þeim persónuupplýsingum sem slegnar voru inn við skráningu eytt.

10 Google Firebase sannvottun

(1) Forritið okkar notar Google Firebase sannvottun. Þetta er þjónusta fyrirtækisins Google LLC, 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum til að stjórna auðkenningu. WIND getur ekki haft stjórn á því ferli sem fylgt er við að skrá sig þar inn. Af þeim sökum er WIND undanskilið allri ábyrgð á afleiðingum sem kunna að stafa af öryggisbrestum tengdum Google Firebase, aðgerðum eða aðgerðaleysi Google eða öryggisbrestum sem þriðju aðilar geta valdið eða orðið fyrir við skráningarferlið. Við notum þessa þjónustu til að gera sannvottun þína auðveldari og þægilegri. Þjónustuveitandinn fær persónuupplýsingar þínar,sem hann þarf til að framkvæma verkefni sín,beint frá þér. Google er skylt að meðhöndla upplýsingarnar í samræmi við gildandi réttarreglur um persónuvernd.

(2) Þú getur skoðað notkunarskilmála Google Firebase hér: https://firebase.google.com/terms/ .

(3) Þú getur fundið persónuverndarstefnu Google hér: https://policies.google.com/privacy?hl=en .

(4) Google LLC beitir stöðluðum samningsákvæðumESB um flutning persónuupplýsinga.

11 Greiðslumáti í gegnum Stripe, Apple Pay og Pay Pal

(1) Um leið og þú hefur skráð þig með einum eða öðrum hætti hefurðu möguleika á að velja greiðslumáta.

(2) Varðandi greiðslur notum við greiðsluþjónustuveituna Stripe, Inc. 185 Berry Street, Suite 550 San Francisco, CA 94107, Bandaríkjunum.

Ef þú velur greiðslumáta sem Stripe býður upp á verður Stripe-auðkenni þitt sent til Stripe til greiðslu við skráningu.

Stripe er bundið þagnarskyldu sem fjármálafyrirtæki og er skylt að meðhöndla upplýsingarnar í samræmi við gildandi réttarreglur um persónuvernd.

Persónuverndarstefnu Stripes er að finna hér: https://stripe.com/privacy .

Stripe beitir stöðluðum samningsákvæðum framkvæmdastjórnar ESB um flutning persónuupplýsinga.

(3) Við notum Apple sem þjónustuaðila vegna greiðslna með kreditkorti. Ef þú hefur gert Apple Pay virkt í iOS tækinu þínu og valið að greiða með Apple Pay verða viðskiptagögnin þín send á dulkóðaðan hátt til Apple Inc., One Apple Park Way, Cupertino, CA 95014, Bandaríkjunum. Apple dulkóðar gögnin, staðreynir greiðslukerfi kortsins og dulkóðar gögnin áður en upplýsingar um færsluna eru sendar til Stripe. Apple heldur eftir nafnlausum viðskiptaupplýsingum, þar með talin námunduð kaupfjárhæð, heiti okkar og heiti Smáforrits okkar, námunduð dagsetning og tími og hvort tókst að framkvæma færsluna. Apple notar þessi gögn til að bæta Apple Pay og aðrar vörur og þjónustu.

Nánari upplýsingar um öryggi og persónuvernd Apple Pay er að finna hér: https://support.apple.com/is-us/HT203027.

Þú getur einnig séð ítarlegar upplýsingar um Apple Pay og friðhelgi þína á iOS tækinu þínu. Farðu í „Wallet & Apple Pay“ í stjórnborðinu „Settings“ í tækinu þínu og smelltu  á „See how your data is managed…“.

Persónuupplýsingarnar eru sendar til greiðsluþjónustuveitenda okkar á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR.

Persónuupplýsingarnar eru sendar eingöngu í þeim tilgangi að veita þér virkni og þjónustu í Smáforritinu okkar. Ef ekki er valin aðferð til að greiða leiguverð á rafskútu (bæði fyrir stakar ferðir og til að bæta við inneign þína í Smáforritinu) er engin leið að leigja og nota rafskútu í gegnum Smáforritið.

Stakar ferðir eru alltaf gjaldfærðar á grundvelli notkunartíma. Þess vegna verðum við að þekkja Stripe-auðkenni þitt í upphafi og í lok sérhverrar ferðar. Þess vegna vistum við Stripe-auðkenni þitt á notandareikningi þínum þar til þú eyðir Stripe-auðkenni þínu. Þú getur eytt Stripe-auðkenninu þínu eftir hverja einstaka ferð og vistað það aftur þegar þú notar Smáforritið. Einnig er hægt að nota Stripe til að hlaða inneign á WIND reikninginn þinn og síðan eyða Stripe-auðkenninu þínu að því loknu.

Þú átt rétt á að fá, þér að kostnaðarlausu, afhenta viðkomandi reikninga.

(4) Auk greiðslu með kreditkorti getur þú valið að greiða með PayPal reikningnum þínum sem er þjónusta í boði PayPal (Evrópa) S.à r.l.& Cie, S.C.A., 22-24 Boulevard Royal, L-2449 Lúxemborg.

Ef þú velur að greiða með PayPal sendir þú við skráningu WIND PayPal-auðkenni þitt og PayPal reikningsupplýsingar þínar. PayPal þarf að meðhöndla upplýsingarnar í samræmi við gildandi réttarreglur um persónuvernd.

Þú getur fundið persónuverndarstefnu PayPal hér:

https://www.paypal.com/is/webapps/mpp/ua/privacy-full.

WIND vinnur með persónuupplýsingar þínar á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR vegna nauðsynjar til að efna samning.

Persónuupplýsingarnar eru sendar eingöngu í þeim tilgangi að veita þér virkni og þjónustu í Smáforritinu okkar. Ef ekki er valin aðferð til að greiða leiguverð á rafskútu (bæði fyrir stakar ferðir og til að bæta við inneign þína í Smáforritinu) er engin leið að leigja og nota rafskútu í gegnum Smáforritið.

Greiðsluupplýsingarnar eru vistaðar af PayPal sjálfu. Vinsamlegast hafðu einnig í huga persónuverndarstefnu PayPal sem er hlekkur á hér að ofan.

Stakar ferðir eru alltaf gjaldfærðar á grundvelli notkunartíma. Þess vegna verðum við að þekkja PayPal-auðkenni þitt í upphafi og í lok sérhverrar ferðar. Þess vegna vistum við PayPal -auðkenni þitt á notandareikningi þínum þar til þú eyðir PayPal -auðkenni þínu. Þú getur eytt PayPal -auðkenninu þínu eftir hverja einstaka ferð og vistað það aftur þegar þú notar Smáforritið. Einnig er hægt að nota PayPal til að hlaða inneign á WIND reikninginn þinn og síðan eyða PayPal-auðkenninu þínu að því loknu.

12 Notkun Smáforritsins

(1) Í hvert skipti sem þú opnar Smáforritið okkar söfnum við upplýsingum í svokallaða atburðaskrá fyrir netþjóna. Í þessar atburðaskrár eru skráð allar beiðnir og aðgangur gesta að Smáforritinu og öll villuboð frá því. Meðal þessara upplýsinga eru:

- IP-tala farsímans þíns,

- einkvæmt auðkenni tækisins þíns og korta,

- nafn símans, ef þú hefur nefnt tækið með þínu eigin nafni, 

- tíma beiðninnar, 

- stöðu beiðninnar,

- magn fluttra gagna vegna viðkomandi beiðni.

(2) Lagagrundvöllur vinnslunnar er f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR. Rekstraraðili hugbúnaðar hefur lögmæta hagsmuni af geymslu þessara upplýsinga vegna þess að hann þarfnast þeirra til að geta rakið og útrýmt villum í Smáforritinu, til að ákvarða notkun Smáforritinu og til að gera úrbætur á því.

(3) Tilgangurinn með þessari tegund gagnavinnslu leiðir af lögmætum hagsmunum okkar sem nefndir eru hér að ofan: Þessi gögn eru unnin til að greina og koma í veg fyrir villur í Smáforritinu, til að ákvarða notkun Smáforritsins og til að gera úrbætur.

(4) Upplýsingunum er eytt um leið og þú lokar Smáforriti okkar.

13 Google Maps

(1) Smáforrit okkar styðst við hugbúnað sem nýtir forritaskil Google Maps. Þetta er þjónusta fyrirtækisins Google LLC, 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum. Til þess að geta það verðum við að vista IP-tölu þína. Venjulega eru þessar upplýsingar fluttar á Google netþjón í Bandaríkjunum og geymdar þar. Hins vegar er sú sending gerð ópersónugreinanleg og Google LLC beitir stöðluðum samningsákvæðum ESB um flutning persónuupplýsinga. Þannig er komið í veg fyrir að hægt sé að persónugreina þig. Notkun þjónustunnar gerir okkur kleift að birta gagnvirkt kort beint í Smáforritinu sjálfu og gerir þér kleift að nota kortaðgerðirnar. Þetta forrit er því nauðsynlegt fyrir virkni og veitingu efnis okkar og þjónustu. Þú getur skoðað notkunarskilmála Google hér: https://policies.google.com/terms .

Viðbótarskilmálar notkunar fyrir Google Maps/Google Earth má finna hér: https://www.google.com/help/terms_maps.html.

Þú getur fundið persónuverndarstefnu Google hér: https://policies.google.com/privacy.

(2) Unnið er með þessar persónuupplýsingar á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR, þ.e. nauðsynjar til að efna samning.

(3) Við vinnum með þessar upplýsingar til að geta sýnt þér staðsetningu næstu rafskútu og hvernig hægt sé að komast þangað. Ennfremur getum við sýnt þér áætlaða vegalengd sem hægt er að komast á rafskútunni áætlaðan tíma sem eftir er á hleðslu hennar.

(4) Upplýsingarnar verða einungis vistaðar á líftíma viðkomandi pöntunar og verður eytt að því loknu.

14 Að heimsækja Vefsíðu okkar

(1) Alltaf þegar þú opnar Vefsíðu okkar söfnum við eftirfarandi upplýsingum um tölvuna þína:

- IP-tölu tölvunnar þinnar, 

- stýrikerfi tölvunnar,

- tegund vafra sem þú ert að nota (Firefox, Google Chrome osfrv.) og útgáfu hans, 

- beiðni vafrans þíns, 

- tímasetningu þeirrar beiðni, 

- stöðu beiðninnar,

- magn gagna sem flutt voru í tengslum við þessa beiðni,

- dagsetning og tími aðgangs,

- slóð vefsetursins sem þú komst frá inn á Vefsíðu okkar (svokölluð tilvísunarslóð),

- slóð vefsetursins sem þú fórst á frá Vefsíðu okkar.

(2) Lagagrundvöllur þessarar vinnslu er f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR. Rekstraraðili vefsíðu hefur lögmæta hagsmuni af vinnslu þessara gagna vegna þess að hann þarfnast þeirra til að greina og útrýma villum á Vefsíðunni, til að staðreyna hvernig Vefsíðan er notuð og til að gera úrbætur.

(3) Tilgangurinn með þessari tegund gagnavinnslu leiðir af lögmætum hagsmunum okkar sem nefndir eru hér að ofan: Þessi gögn eru unnin til að uppgötva og útrýma villum á Vefsíðu til að ákvarða notkun Vefsíðunnar eða gera úrbætur.

(4) IP-tala tölvunnar þinnar verður aðeins geymd meðan á heimsókninni stendur og verður í kjölfarið eytt strax eða gerð ópersónugreinanleg með því að stytta hana. Aðrar upplýsingar eru gerðar ópersónugreinanlegar og vistaðar í ótakmarkaðan tíma.

15 Vefkökur

(1) Við notum vafrakökur á Vefsíðunni okkar. Þetta eru litlar textaskrár sem eru vistaðar í tækinu þínu og geyma ákveðnar stillingar og gögn sem er deilt með kerfum okkar í gegnum vafra þinn.

(2) Vefkaka inniheldur venjulega heiti lénsins sem vefkökugögnin voru send frá, svo og upplýsingar um aldur vefkökunnar og einkvæman kóða. Vefkökur gera kerfum okkar kleift að þekkja tæki notandans og gera allar forstillingar hans tiltækar strax. Um leið og notandi opnar Vefsíðuna er vefkaka send á geymslumiðilinn á viðkomandi tæki notandans.

(3) Vefkökurnar sem við notum geyma aðeins upplýsingar um notkun þína á Vefsíðunni eins og lýst er hér að ofan. Þetta er ekki gert með tengingu við þig eða þína persónu heldur með því að úthluta vefkökunni einkvæmt auðkenni („Vefkökuauðkenni“). Samkeyrsla Vefkökuauðkennis og nafns þíns, IP-tölu eða svipaðra upplýsinga sem gera kleift að rekja vefkökuna til þín fer ekki fram.

(4) Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga með vefkökum er f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR, þar sem við höfum lögmæta hagsmuni af því að bæta rekstur Vefsíðunnar okkar. Þegar vefkökur eru nýttar í markaðssetningarskyni er lagagrundvöllurinn ávallt samþykki þitt (a-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR).

(5) Við notum tæknilega óþarfar vefkökur (bæði vefkökur vefsíðunnar og þriðja aðila vefkökur (Google Analytics)) til að sníða og bæta Vefsíðuna okkar að þínum þörfum. Þetta felur til dæmis í sér auglýsingar sem samsvara persónulegum áhuga þínum. Til þess að fá frekari upplýsingar smelltu vinsamlegast á hnappinn „Frekari upplýsingar“ á Vefsíðu okkar. Geymslutíminn er mismunandi eftir því hvort vefkökurnar eru lotukökur eða tímabundnar vefkökur. Lotukökum er sjálfkrafa eytt þegar þú yfirgefur Vefsíðu okkar. Tímabundnar vefkökur eru geymdar í tækinu þínu í samræmi við þínar stillingar. Vefkökur sem við notum í tölfræðilegum tilgangi er sjálfkrafa eytt eftir skilgreint tímabil.

(6) Sem notandi hefur þú fulla stjórn á því hvernig vefkökur eru notaðar og þeim upplýsingum sem eru unnar með þessum hætti. Ef þú vilt ekki nota vefkökur getur þú stillt vafrann þinn þannig að ekki verði tekið við vefkökum. Vinsamlegast hafðu í huga að við slíkar aðstæður gætir þú aðeins notað Vefsíðu okkar að hluta eða alls ekki.

(7) Að lokum, vinsamlegast taktu eftir að þú hefur rétt til að afturkalla samþykki þitt fyrir notkun á vefkökum hvenær sem er sem mun valda því að við munum ekki geta notað vefkökur. Þetta getur þú gert með því að stilla vafrann þinn með eftirfarandi hætti:

- Ef þú notar Microsoft Internet Explorer skaltu velja Tools valblaðið, velja þar Internet Options og velja þar þínar stillingar á í valmyndinni Privacy.

- Ef þú notar Firefox fyrir Mac skaltu í valmyndinni Preferences velja Privacy og þar kemstu í valmyndina Show Cookies; en fyrir Windows stýrikerfið getur þú valið Options á Tools valblaðinu og þar smellt á Privacy þar sem þú getur valið þínar stillingar.

- Ef þú notar Safari skaltu velja Privacy flipann á valblaðinu Preferences.

- Ef þú notar Google Chrome skaltu velja Options á Tools valblaðinu (Preferences á Mac), þar velja Advanced, því næst Content Configuration á Privacy valblaðinu og velja loks Cookies í Content Settings valmyndinni.

16 Google Analytics

(1) Við notum Google Analytics. Þetta er greiningartól frá Google Inc, 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum. Hins vegar er sú sending gerð ópersónugreinanleg og Google LLC beitir stöðluðum samningsákvæðum ESB um flutning persónuupplýsinga. Við notum þessa tækni til að gera Vefsíðu okkar áhugaverðari fyrir þig og til að hámarka virkni hennar. Eftirfarandi gögn eru unnin í þessu skyni:

- IP tala tölvunnar þinnar,

- ef nauðsyn krefur, stýrikerfi tölvunnar þinnar,

- tegund vafra sem þú ert að nota (Firefox, Google Chrome osfrv.) og útgáfu hans,

- tilvísunarslóðin,

- tími beiðninnar.

(2) Þess konar vinnsla persónuupplýsinga þinna er byggð á f-lið 1. mgr. 6. gr. GDPR, þar sem við höfum lögmæta hagsmuni af því að bæta þjónustu Vefsíðunnar okkar og auglýsingar okkar.

(3) Tilgangurinn með vinnslunni eru lögmætir hagsmunir okkar af því að bæta þjónustu Vefsíðu okkar.

(4) Ef þú vilt aðeins samþykkja okkar eigin vefkökur, en ekki þjónustufyrirtæki okkar og samstarfsaðila, getur þú valið stillinguna í vafranum þínum „Lokað á vefkökur frá þriðja aðila“.

17 Amazon Web Services

(1) Við notum Amazon Web Services lnc., 410 Terry Avenue North, Seattle WA 98109, Bandaríkjunum til að vista persónuupplýsingar. Amazon Web Services Inc. notarstaðlaða samningsákvæði um flutning persónuupplýsinga. Hvað þessa vinnslu varðar eru upplýsingar eingöngu sendar til netþjóna á Frankfurt am Main svæðinu í Þýskalandi og geymdar þar.

(2) Amazon má ekki nota gögnin í öðrum tilgangi. Að auki er Amazon skylt að meðhöndla upplýsingarnar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd.

(3) Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu Amazon: https://aws.amazon.com/compliance/data-privacy-faq/ .

18 Gagnaöryggi

Við verndum Vefsíðu okkar og Smáforrit og önnur kerfi með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum gegn tapi, eyðileggingu, aðgangi, breytingum eða miðlun gagna þinna af óviðkomandi aðilum. Þessar ráðstafanir fela í sér en takmarkast ekki við aðgangsstýringu, inntakstýringu og pöntunarstjórnun.

19 Engin miðlun persónuupplýsinga þinna 

Við munum ekki miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila nema ef þú hefur gefið samþykki þitt fyrir því eða ef við höfum heimild eða skyldu til að flytja gögn vegna lagaákvæða og/eða fyrirmæla þar til bærra yfirvalda eða dómstóla. Þetta getur átt við í tilvikum á borð við, en eru ekki takmörkuð við, upplýsingagjöf í löggæsluskyni, vegna varna gegn upplýsingaáhættu eða vegna aðgerða til að verja hugverkaréttindi.

20 Persónuvernd og Vefsíður þriðja aðila

(1) Þessi Vefsíða getur innihaldið hlekki á eða frá vefsíðum þriðja aðila. Ef þú smellir á slíkan hlekk til að flytjast á eina af þessum vefsíðum takið vinsamlegast eftir því að við getum ekki axlað neins konar ábyrgð á því sem kann að vera að finna á slíkum síðum eða hvort eða hvernig persónuverndarskilyrði eru þar uppfyllt. Vinsamlegast staðfestu viðeigandi viðeigandi persónuverndarákvæði áður en þú flytur persónuupplýsingar á þessar vefsíður.

(2) Ekki er við núverandi tækniaðstæður hægt að tryggja að gagnasamskipti á Netinu séu villulaus og/eða ávallt tiltæk. Að þessu leyti erum við ekki ábyrg fyrir stöðugu og samfelldu aðgengi að viðskiptakerfi okkar.

21 Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er til framtíðar. Síðasta útgáfa er ávallt aðgengileg á Vefsíðunni og í Smáforritinu. Vinsamlegast farðu reglulega inn á Vefsíðuna og í Smáforritið til að kynna þér gildandi persónuverndarstefnu.

22 Réttindi þín og samskiptaupplýsingar

(1) Réttur til að afturkalla samþykki þitt skv. 3. mgr. 7. gr. GDPR: Í tilvikum þar sem vinnsla persónuupplýsinga þinna er aðeins möguleg með samþykki þínu, geturðu afturkallað það samþykki. Þú þarft ekki að réttlæta afturköllun þína. Óformleg skilaboð í tölvupósti til dpo@wind.co nægja.

(2) Réttur aðgangs hins skráða skv. 15. gr. GDPR: Þú getur beðið um staðfestingu frá okkur hvenær sem er á því hvort að við vinnum með persónuupplýsingar þínar. Þú hefur nánar tiltekið rétt til að biðja um upplýsingar um:

- þann tilgang sem við vinnum persónuupplýsingar þínar í,

- þá flokka persónuupplýsinga sem við vinnum,

- viðtakendur eða flokka viðtakenda sem við höfum afhent eða munum afhenda upplýsingarnar,

- geymslutíma (eftir því sem unnt er),

- rétt til að fá persónuupplýsingar leiðréttar, til að fá upplýsingunum eytt eða vinnslu þeirra takmarkaða, sem og andmælarétt við slíkri vinnslu,

- réttinn til að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsstjórnvaldi, 

- uppruna gagna þinna, að svo miklu leyti sem þeim var ekki safnað af okkur,

- hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og í þeim tilvikum, ítarlegar upplýsingar um þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu fyrir hinn skráða.

Í þessu skyni og/eða til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið dpo@wind.co . Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á því netfangi.

(3) Réttur til úrbóta skv. 16. gr. GDPR: Þú getur skoðað persónuupplýsingar þínar hvenær sem er án endurgjalds og, ef nauðsyn krefur, beðið um að þær verði leiðréttar eða við þær bætt.

Í þessu skyni og/eða til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið dpo@wind.co . Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á því netfangi.

(4) Réttur til eyðingar skv. 17.gr. GDPR: Þú getur skoðað persónuupplýsingar þínar hvenær sem er án endurgjalds og óskað eftir eyðingu ef:

- þeirra er ekki lengur þörf í þeim tilgangi sem þær voru unnar í,

- þú hefur afturkallað samþykki þitt og það er enginn annar lagalegur grundvöllur fyrir vinnslunni. 

- þú hefur lagt fram andmæli gegn vinnslu persónuupplýsinga þinna skv. 21. gr. GDPR, 

- við höfum unnið með persónuupplýsingar þínar með ólögmætum hætti,

- eyðingin er nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu samkvæmt lögum ESB eða landslögum.

Í þessu skyni og/eða til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið dpo@wind.co . Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á því netfangi.

(5) Réttur til takmörkunar á vinnslu skv. 18.gr. GDPR: Þú getur skoðað persónuupplýsingar þínar hvenær sem er án endurgjalds og, ef nauðsyn krefur, beðið um takmörkun vinnslu þeirra ef:

- þú vefengir að þær séu réttar,

- vinnslan er ólögleg en þú hafnar því að gögnunum verði eytt,

- við þurfum ekki lengur gögnin, en þú þarft þau til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur,

- þú hefur andmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna skv. 21. gr. GDPR og beðið er sannprófunar á því hvort hagsmunir okkar af vinnslunni vega þyngra en hagsmunir þínir.

Í þessu skyni og/eða til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið dpo@wind.co . Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á því netfangi.

(6) Réttur til gagnaflutnings skv. 20.gr. GDPR: Að beiðni þinni ber okkur að láta þér í té gögn sem við vinnum sjálfkrafa á grundvelli samþykkis þíns eða til að uppfylla samning við þig á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði. Beinn flutningur gagna til annars ábyrgðaraðila er einnig mögulegur að beiðni þinni. Hins vegar fer það aðeins fram ef það er tæknilega gerlegt.

Í þessu skyni og/eða til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið dpo@wind.co . Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á því netfangi.

(7) Réttur til andmæla skv. 21.gr. GDPR: Í tilvikum þar sem við vinnum með persónuupplýsingar þínar á grundvelli f-liðar 1. mgr. 6. gr. GDPR hefur þú rétt til að andmæla vinnslunni hvenær sem er að svo miklu leyti sem ástæður eru fyrir því sem stafa af sérstökum aðstæðum þínum eða andmælin eru gegn vinnslu í þágu beinnar markaðssetningar.

Í þessu skyni og/eða til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið dpo@wind.co . Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á því netfangi.

(8) Réttur til að leggja fram kvörtun til eftirlitsaðila skv. 77. gr. GDPR: Ef þú telur að við höfum brotið gegn persónuverndarreglum getur þú haft samband við eftirlitsyfirvöld vegna persónuverndar, einkum þar sem þú býrð, starfar eða þar sem slíkt meint brot átti sér stað, sem og til hins íslenska eftirlitsstjórnvalds, sem er

Persónuvernd

Rauðarárstíg 10

105 Reykjavík

Sími: 510 9600

Netfang: postur@personuvernd.is

WIND Mobility  11/09/20