Reglur um vafrakökur 

WIND Mobility Iceland ehf.(hér eftir: “Við” eða “WIND”) notum vafrakökur til þess að sérsníða innihald og auglýsingar, bæta við eiginleikum og greina umferð og hvernig notendur okkar (Hér eftir: “Þú”, “þína” “notandi” eða “notendur”) nota heimasíðuna sem nálgast má á www.wind.co (hér eftir, heimasíðuna”).

Allir notendur heimasíðunnar, skráðir eða ekki, geta fallið undir það svið sem á við um þær vafrakökur og verkfæri sem notuð eru. 

Frekari upplýsingar um meðhöndlun persónulegra gagna þinna er hægt að finna í stefnu okkar varðandi friðhelgi einkalífsins sem finna má hér.

1. Vafrakökur 

(1) Við notum vafrakökur á heimasíðunni okkar. Þetta eru litlar textaskrár sem eru geymdar í tækinu þínu og geyma göng og ákveðnar stillingar sem þær deila með kerfinu okkar í gegnum vafrann þinn.  Varfakaka inniheldur venjulega nafn þess léns sem sendi hana auk upplýsinga um aldur vafrakökunnar og alstafakennimerki.  Vafrakökur gera kerfinu okkar kleift að bera kennsl á tæki notandans og hafa þannig ákveðin gögn aðgengileg samstundis.  Um leið og notandi opnar heimasíðu er vafrakaka send á harðdisksdrif notandans.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um vafrakökur á www.allaboutcookies.org.

(2) Vafrakökurnar sem við notum geyma einungis upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðuna. Þetta er ekki gert með því að tengja við þig persónulega, heldur með því að tengja auðkennisnúmer við vafrakökuna (“Vafrakökuauðkenni”). Tenging vafrakökueinkennis við nafnið þitt, IP tölu eða sambærileg gögn mun ekki eiga sér stað.  Engu að síður þá fer virkni vafrakökunnar eftir því hver tilgangur hennar er:

a. Nauðsynlegar vafrakökur eru notaðar af tæknilegum ástæðum svo að heimasíðan okkar starfi eðlilega. Ekki er hægt að slökkva á þessari tegund vafrakakna og samþykkis er ekki krafist fyrir slíkar kökur. 

b. Greinandi vafrakökur eru notaðar í tölfræðilegum tilgangi eins og að mæla umferð um vefsvæðið og greina hvernig þú notar síðuna.

c. Vildarvafrakökur gera okkur kleift að sníða vefsíðuna okkar að þínum þörfum (t.d. velja tungumál, landssvæði o.s.frv.).

(3) Hversu lengi vafrakökurnar eru varðveittar fer eftir því hvort þær séu lotuvafrakökur eða varanlegar vafrakökur:

a. Lotuvafrakökur eyðast sjálfkrafa þegar þú lokar heimasíðunni okkar. 

b. Varanlegar vafrakökur eru geymdar í tækinu þínu þar til þú eyðir þeim eða þegar gildistími þeirra rennur út. 

(4) Sem notandi þá hefur þú fulla stjórn á notkun vafrakaknanna og þeim gögnum sem þær nota.  Ef þú vilt ekki að vafrakökur séu notaðar þá getur þú breytt stillingunum þínum með samþætta vafrakökuverkfærinu eða stillt vafrann þinn þannig að hann leyfi ekki að vafrakökur séu geymdar.  Vinsamlegast athugaðu að í þeim tilfellum kann að vera að heimasíðan okkar virki ekki eða einungis að hluta. 

(5) Að lokum skaltu vera upplýst/ur um að þú hefur rétt á að draga samþykki þitt til baka þannig að við getum ekki notað vafrakökur, ýmist með því að nota samþætta vafrakökuverkfærið eða með því að stilla vafrann þinn eins og kemur fram hér að neðan: 

a. Ef þú notar Microsoft Internet Explorer vafrann, með því að ýta á valhnappinn og velja netstillingar og opna aðgangsstillingar. 

b. Ef þú notar Firefox fyrir Mac vafrann, með því að ýta á valhnappinn, velja aðgangsstillingar og sýna vafrakökustillingar. I Windows með því að ýta á valhnappinn, velja stillingar og opna aðgangsstillingarnar til að velja sérsniðnar stillingar fyrir sögu. 

c. Ef þú notar Safari vafrann, með því að velja aðgangsstillingar í stillingarvalmöguleikanum. 

d. Ef þú notar Google Chrome vafrann, með því að velja stillingar i valröndinni og velja síðan ítarlegar stillingar. Það velur þú innihaldsstillingar í aðgangsstillingunum og merkir að lokum við vafrakökur í innihaldsstillingarglugganum. 

(6) Í töflunni fyrir neðan eru ítarlegri upplýsingar varðandi þær vafrakökur sem heimasíðan notar og hvaða tilgang þær þjóna. 

Nafn vafraköku Uppruni Lýsing á tilgangi Gildistími
_ga Google Analytics Notuð til að aðgreina gesti. 2 ár
_gid Google Analytics Notuð til að aðgreina gesti. 24 klukkustundir
_gat Google Analytics Notuð til að hraða gagnaflutningsbeiðnum. 1 mínúta
language Wind.co Notaðar til að sundurgreina svæðisbundin tungumál. 24 klukkustundir

2. Google Analytics

(1) Við notum Google Analytics. Þetta er greiningartæki útvegað af Google Inc , 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, USA. Google Analytics notar vafrakökur sem gera okkur kleift að gera heimasíðuna okkar áhugaverðari fyrir þig og fínstilla virkni hennar. Í þessu samhengi er notast við eftirfarandi gögn:

a. IP-tölu tölvunnar þinnar,

b. Stýrikerfi tölvunnar þinnar er þörf er á,

c. Tegund vafra sem þú notar (Firefox, Google Chrome, o.s.frv.) og útgáfunúmer hans,

d. tilvísandi URL

e. tími beiðninnar. 

(2) Tilgangur þessarar úrvinnslu er að bæta þá þjónustu sem vefsíðan býður upp á auk auglýsinga. Upplýsingarnar sem verða til við notkun þessara vafrakakna eru sendar til Google í þeim tilgangi að greina hvernig þú notar heimasíðuna, til þess að safna saman upplýsingum um það hvernig heimasíðan er notuð og notkun á interneti. 

(3) Ef þú óskar einungis eftir því að samþykkja vafrakökurnar frá okkur en ekki þær sem þjónustuaðilar og samstarfsaðilar nota, getur þú valið stillingu í vafranum þínum sem heitir “Loka á vafrakökur frá þriðja aðila”. Einnig er hægt að koma í veg fyrir það að Google Analytics fylgist með notkun á heimasíðum með því að setja upp auka viðbót. Þetta kann þó að hafa í för með sér einhverjar takmarkanir á notkunargildi. 

WIND Mobility Iceland ehf.

Nóvember 2020